Það kom einhver hérna með þá bull frétt að hugsanlega stæði til að skipta á Kieron Dyer og Clarence Seedorf, og því svaraði Kieron (Huga notandi, ekki Dyer sjálfur):
“Seedorf er kannski góður en að skipta á honum og Dyer er algjör fásinna og Bobby Robson myndi aldrei gera það. Kieron Dyer er 22 ára Englendingur sem á eftir að vera leikmaður í fremstu röð en Seedorf er tæplega þrítugur leikmaður sem er búinn að ná sínu besta og verður aðeins lélegri hér eftir”
Seedorf er 24 ára gamall, og er fimm stjörnu leikmaður, og einn af bestu leikmönnum heims, á meðan Kieron Dyer er 22 og á enn MJÖÖÖÖÖG langt í land með að slaga upp í það sem Seedorf var fyrir tveim árum.
<br><br>Kveðja
Halldór Þormar
-droole
