Nú flýgur sú fiskibollusaga á Englandi að Chelsea sé að bjóða Barcelona Hasselbaink + fullt af peningum fyrir Patrick Kluivert. Hann er víst alveg til í að fara til London og fá 4 millur í sterlingspundum á ári þar í stað -aðeins- þriggja á Spáni.
Ef svo fer verður Jimmy Floyd eins og jojo milli Englands og Spánar og nú á að nota hann sem skiptimynt. Vitað var að Real Madrid vildu fá hann fyrir 20 millur í fyrra en hann valdi Chelsea.
Af hverju skipta þeir ekki bara slétt á Gudjonsen og Kluivert?