Inter Milan er tilbúið að greiða 1,8 milljarð króna í hinn 21 árs gamla franska sóknarmann, Sidney Govou hjá Lyon. Govou hefur vakið mikla athygli í leikjum Lyon í vetur en aldrei eins mikið og þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri gegn Bayern München í meistaradeildinni í síðasta mánuði.