Tvö ensk lið áttu velgengni að fagna í Meistaradeild Evrópu í gærkveldi. Liðin voru bæði að spila fyrri leikinn gegn spænsku liði á heimavelli. Leeds á einu greiðustu leið allra liða í undanúrslitin eftir að hafa tekið Spánarmeistara Deportivo La Coruna í kennslustund á Elland Road, þar sem lokatölur urðu 3-0.

Leeds var að spila einn af sínum allra bestu leikjum á tímabilinu. Ian Harte, Alan Smith og Rio Ferdinand skoruðu mörkin.

Arsenal sigruðu Valencia 2-1. Ayala kom gestunum frá Valencia óvænt yfir. Thierry Henry jafnaði metin á 58. mínútu eftir góðan sprett frá Sylvain Wiltord. Mínútu síðar kom Ray Parlour Arsenal yfir með flottu marki.

Ekki gekk jafnvel hjá Man.Utd sem tapaði fyrri leik sínum gegn Bayern Munchen á þriðjudag 0-1. Ryan Giggs segir að liðið hafi tapað neistanum og sé fjarri því að vera eins sterkt og það var fyrir tveim árum síðan. Hann telur að United þurfi að kaupa nýja leikmenn til þess að hressa upp á liðið. Þessar yfirlýsingar eru þvert ofan í yfirlýsingar Alex Ferguson sem sagði að Unitedliðið í dag væri mun sterkara en það sem þeir voru með fyrir tveim árum síðan.