Leik Barcelona og Liverpool á morgun hefur verið seinkað um korter svo fólk í Englandi geti horft á hinn sívinsæla þátt Eastenders. BBC, sem sýnir leikinn beint, kom að máli við félögin og spurði þau hvort ekki mætti seinka leiknum aðeins svo fólk á Englandi geti klárað að horfa á þáttinn.

Mikil spenna er víst í þessum Eatsenders þáttum og í þættinum á morgun fá Bretarnir að vita hver skaut Phil Mitchell.