Hermann Hreiðarsson þarf að koma fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins, vegna þess að hann henti sér til áhorfenda þegar hann “skoraði ekki” mark gegn Bradford City. Hann fékk gult hjá dómara leiksins og var þá talið að málinu væri lokið. En nú rúmum mánuði eftir að leikurinn fór fram, hefur Hermann verið kallaður á teppið hjá aganefndinni, vegna þessarar framkomu sinnar. Hemmi hélt að hann fengi bara viðvörun.