Þar sem þetta áhugamál kallast Fótbolti þá ætla ég að tala um fótbolta sem kemur samt ekki enska né ítalska fótboltanum við. S.s. í næstu viku (21.-25 júlí) er rey-cup haldið í Reykjavík. Ég fór á það í fyrra og hlakka núna ennþá meira til að fara. Þar kynntist ég strákum frá Grindavík, er ég held :)…, ég spilaði fótbolta, ég borðaði á Broadway á hverju kvöldi og borðaði morgunmat í skólanum. Ég fór líka á ball á laugardeginum á Broadway ooog það er frítt í sund og frítt í fjölskylduoghúsdýragarðinn. En þegar ég skrifa Ég þá meina ég náttúrulega allir þarna. En meiri upplýsingar eru á http://reycup.is og þar eru myndir líka síðan í fyrra og hittifyrra. En þetta er frábær reynsla og ég hvet alla til að koma. Og mig langar til að vita hvað öðrum fannst/finnst um þetta og hverjir ætla að fara?