Jonathan Greening hefur verið settur á sölulista að eigin ósk hjá Englandsmeisturum Man Utd. Ekki hefur verið settur upp verðmiði á kappann, en búast má við að hann fari ekki undir milljón pundum, sem er sú upphæð sem Man Utd greiddu fyrir hann, þegar hann var keyptur frá York ´98.

Greening hefur lítið fengið að spreyta sig í vetur og ekki bætir úr skák að Luke Chadwick hefur verið að gera góða hluti með aðalliðinu að undanförnu og hefur haldið Greening utan við hópinn. Greening þyrstir í að fá að spila sem byrjunarliðsmaður, og honum fannst því best að reyna fyrir sér á öðrum slóðum.

Enski leikmannamarkaðurinn lokar á fimmtudaginn, þannig að væntanlega þarf Greening að bíða fram á sumar eftir því að losna frá félaginu.