Englendingar unnu Finna 2-1 í undankeppni HM í dag. United maðurinn Gary Neville varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir 27.mínútna leik. Fyrir utan það stóð Gary sig ágætlega í leiknum. Bróðir hans fékk hinsvegar ekkert að koma inná. Nokkra athygli vakti að Seaman stóð í markinu en kappinn skilaði hlutverki sínu vel. Rétt fyrir hlé náði Michael Owen, Liverpool-kappi, að jafna metinn.

Fyrirliði Englands, David Beckham, skoraði svo sigurmarkið þegar fimm mínútur voru liðnar og fagnaði gríðarlega. Bestu menn liðsins samkvæmt Sports.com voru Beckham og Owen. Liverpool spilararnie finnsku, þeir Hyypia og Litmanen, voru meðal bestu manna Finna í leiknum. En Svíinn Eriksson, þjálfari Englands, má vera ánægður með byrjunina á landsliðsþjálfaraferlinum (vá, langt orð).