Jæja, í dag gerði ég mér dagamun og kíkti á einn leik í Landsbankadeil karla í knattspyrnu. Ég hefði líklega ekki farið ef vinur minn hefði ekki fengið mig með sér. Þessi tiltekni vinur minn er mikill Kr-ingur, en við fórum einmitt á KR-FH. Eins og ég sagði þá er hann MIKILL Kr-ingur og þess vegna þekkir hann fólkið í kringum KR og leikmennina sjálfa. Við vorum fengir í það mikla verkefni að láta þá menn sem eru með KSÍ passa fá aðgöngumiða á völlinn. Vinur minn var fyrst í því, en svo þurfti hann að fara að snúast í öðru, og lét mér eftir miðana. Þarna hitti ég nú marga heimsfræga Íslendinga, eins og Hödda Magg, Sigga Jóns, fyrrum leikmann Arsenal, Ásgeir Sigurvinsson og fréttaritara og ljósmyndara af helstu íþróttamiðlum landsins, og svo auðvitað nokkra þekkta leikmenn, Allan Borgvardt, Ian Jeffs, Björgúlf Takefusa (held ég) og Ármann Smára Björnsson. Allt í allt voru þetta hundrað miðar, og ég mátti ekki fara að horfa á leikinn fyrr en u.þ.b 15 mínútur voru liðnar af honum. Á vellinum sat ég við hliðina á hörðustu Stuðningsmönnum KR, trommurunum og þessum köllum, sem voru öskrandi allan tímann. Öskurin frá þeim í þessum leik voru nú aðiens minni en venjulega vegna þess að FH var yfir næstum allan leikinn og vann hann síðan 1-0. Að leiknum loknum kom það í ljós að ég er nú dálítill KR-ingur í mér. Og svo ég vitni í einn mann á vellinum: “ Það eru bara tveit hópar, KR-ingar sem viðurkenna það, og hinir.”