1. Evrópusambandið hefur mótmælt ákveðnum ákvæðum í reglusetningu Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), er varða alþjóðlega sölu leikmanna. Þessi mótmæli eru byggð á samkeppnislögum Evrópusáttmálans, (sérstaklega grein 81 og franmhaldi hennar).

2. Knattspyrnusamtök eru í miklum vafa vegna túlkunar Evrópusambandsins á samkeppnislögunum (sérstaklega hvað varðar hagfræðiþátt sölukerfisins).

3. Evrópusambandið hefur bent á að sölukerfi leikmanna styrki hagsmuni stærri félaga, en bitni á hagsmunum minni félaganna. Samt sem áður hefur ýtarleg hagfræði rannsókn sýnt að fram á að þessu er þveröfugt farið. Þessi rannsókn sannar fram á að kerfið virkar sem tekjudreifikerfi í knattspyrnuheiminum, sem færir smáklúbbum, deildum og samtökum nauðsynlegt fjármagn. Tekjurnar gera mörgum smáklúbbum kleyft að halda áfram starfssemi, þjálfa og þroska ungmenni.

4. Þó að knattspyrnusamtök telji túlkun Evrópusambandsins á samkeppnilögunum ranga, viðurkenna þau að núverandi sölukerfi leikmanna hafi ákveðna annmarka og megi bæta. Í framhaldi af því hafa knattspyrnusamtök samþykkt að koma með nýjar hugmyndir fyrir 31 október 2000 og ræða þessar hugmyndir við Evrópu sambandið

5. Í nýju kerfi er nauðsynlegt að viðhalda hinum jákvæðu hliðum úr núverandi kerfum, sértaklega þá þessum:

að undirritaðir samningar standist
þóknun fyrir þjálfun leikmanna
dreifing á tekjum
Casual WoWari