Jimmy Floyd Hasselbaink er með óheppnari knattspyrnumönnum heimsins. Hann er frábær framherji sem stendur ávallt fyrir sínu en öll lið sem hann spilar með gera í sig. Hann er nú búinn að fá sig fullsaddan af ástandinu hjá Chelsea og hefur beint þeim tilmælum til stjórnar Chelsea að yngja aðeins upp liðið, annars komist það ekki neitt.

“Stundum held ég að ég sá ávallt rangur maður, á röngum stað, á röngum tíma. Ég hef ekki verið mjög heppinn með val mitt á liðum til að spila með.

”Eitt ár spila ég fyrir Atletico sem fellur. Svo kem ég til Chelsea sem er lið sem lítur ekki út fyrir að komast nokkuð.

“Ég er 28 ára en er samt einn af yngri leikmönnum liðsins og það er mjög slæmt. Við erum með gott lið en allt of gamalt.

”Við verðum að fá nýtt, ungt, blóð í liðið eða taka leikmenn úr unglingaliðinu og það sem fyrst því Úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heiminum." sagði Hasselbaink ósáttur.

Hasselbaink hefur skorað 18 mörk í 31 leik með Chelsea í vetur þannig að það er ekki við hann að sakast að Chelsea geti ekki neitt.