Ásthildur Helgadóttir hefur verið leyst undan samningi við Carolina Courage. Þetta er gert til þess að liðið geti tekið þátt í lokadrætti um leikmenn sem fram fer síðar í dag (Þrið). Þó er ekki útliokað að hún eigi enn möguleika á að fá samning í bandarísku deildinni. Allir þeir leikmenn, sem leystir hafa verið undan samningi síðustu daga, fara í einn pott sem dregið verður úr en þá fá liðin síðasta tækifærið til að bæta við leikmönnum. Hverju liði er heimilt að hafa allt að 24 leikmenn í sínum röðum.



Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin þjálfari hjá meistaraflokks karla hjá Neista á Hofsósi. Vanda er fyrsta konan í íslenskri knattspyrnu, til þess að þjálfa karlalið í deildakeppni.