Nú er enska fóbboltstjórnin búin að skamma Middlesborough og Bradford fyrir kaup boro á Windass (aumingja, aumingja pilturinn, what a name!). Bæði lið í fallbaráttu og Boro borgar 600 þús pund og 400 í viðbót EF liðið heldur sér uppi. Mér skilst að síðasti leikur liðsins sé við Bradford og það gæti verið leikur upp á líf og dauða. Þetta er notturlega ósiðlegt helvíti og nú þurfa félögin að semja aftur.
Raul handboltahetja fékk 1. leiks bann fyrir að kýla inn sigur gegn Leeds og Figo undir smásjánni. Ridsdale stjórnarformaður hjá Leeds segir hins vegar kaldur að dómarar eigi ekki að fá að nota upptökuvélar til að kíkja á vafaatriði, þrátt fyrir bömmera Leedsara að undanförnu. Gott hjá honum, styð hann.
Við hvern er hægt að rífast ef dómarar fá aldrei að gera mistök.