Undanfarin ár hefur áhangendur liða á borð við Arsenal og Liverpool gagnrýnt dómgæsluna á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Tala þeir alla jafna helst um að heimaliðið fái aldrei dæmt á sig víti og tali um svokallaða ,,heimadómgæslu."

Ég rakst á athyglisverðar staðreyndir og hef ákveðið að birta þær hér:

Í síðustu 106 leikjum á heimavelli sínum hefur Man Utd fengið 3 sinnum dæmt víti á sig

Í síðustu 105 leikjum á heimavelli sínum hefur Arsenal fengið 5 sinnum dæmt víti á sig

Í síðustu 105 leikjum á heimavelli sínum hefur Chelsea fengið 5 sinnum dæmt víti á sig

Í síðustu 105 leikjum á heimavelli sínum hefur Liverpool fengið 9 sinnum dæmt víti á sig

Þarna má glögglega sjá að ekki er mikill munur á þessum toppliðum (ég ákvað að taka liverpool inn í þetta þótt það sé ekki topplið :) )