Að mínu mati er Dennis Bergkamp nr. 10 hjá Arsenal, ennþá einn besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. Hann er svo creative, býr til endalust af færum fyrir Henry, Wiltord og þessa týpísku markaskorara. Hann var ekki í formi mest alla síðustu leiktíð og meirihluta þessarar en hann er farinn að standa sig frábærlega núna einsog hann á að sér. Mér finnst hann spila best fyrir aftan tvo sóknarmenn einsog hann gerði hjá Ajax og Inter og eitthvað hjá landsliðinu en hann er líka góður á miðju. Ég hefði gaman af því að sjá Kluivert í Arsenal því þeir tveir vinna frábærega saman. Bergkamp er frábær skotmaður og sendingar hans eitraðar og ég vona að hann verði enn betri í næstu leikum.