Eftir að íslenska útvarpsfélagið fékk rétt á að sýna leiki í enska boltanum hefur áhorfið aukist, að manni finnst. Umfjöllunin er mikil og oft meiri en um innlendar íþróttir, en það er allt gott um það að segja því enska deildin er sú skemmtilegasta í heiminum. Þó finnst mér eitt ábótavant, það eru lýsarnir, margir hverjir fara svo verulega í taugarnar á mér að það er ekki venjulegt. Ég þakkaði nú mínu sæla þegar Guðjón “nefbítari-og-karatesparkari” Þórðarsson flutti út og hætti að lýsa leikjum.
Það að hafa leiðinlega menn bakvið hljóðneman getur eyðilagt leiki, og sá sem verstur er heitir Valtýr Björn Valtýsson. Hann hefur mikla óbeit á mínu liði (eins og margir ef ekki allir lýsar á ÍÚ) og lætur hana í ljós, þó að hinir geti haldið öllu útaf fyrir sig. Maðurinn blaðrar um hitt og þetta í leiknum, og er allt of fullyrðingarglaður. Ég þoli ekki hlutdrægni í útsendingum, nema þegar íslenska landsliðið á í hlut eða eitthvað þess háttar.
Guðjón Guðmundsson er nú líka “eðal-bullari” maður er heppinn ef maður skilur orð af því sem hann er að reyna að segja. Hann eins og Valtýr veit ekki nóg um íþróttir og reynir að tala um stöðu deildarinnar og lesa upp upplýsingar af blaði fyrir framan sig.

Ekki eru þó allir slæmir, Arnar Björnsson og Snorri eru nokkuð góðir. Þó finnst mér einn maður skara fram úr og það er Logi Ólafsson, að horfa á leik þegar Logi er að lýsa er fínasta afþreying, þó að leikurinn sé slakur. Snilldarkomment eru það sem einkenna Loga og maður hlær sig oft í hel þegar hann er bakvið hljóðnemann.

Mig langar að vita hvað fólki finnst um þessa menn sem eru að lýsa…