Ferguson ætlar ekki að skoða Van Nistelrooy
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki að gera sér ferð til Hollands til að kíkja á hollenska sóknarmanninn Ruud Van Nistelrooy, sem er nýbyrjaður að spila eftir erfið hnémeiðsli. “Það yrði varla vel séð af forráðamönnum PSV, eftir það sem undan er gengið, ef ég kæmi til að skoða Van Nistelrooy en við munum fylgjast með honum og eflaust kaupa hann ef hann sýnir fram á að hann er heill heilsu,” sagði Ferguson.

Hvað er þetta með að kaupa leikmenn?? Fergusson hættir alltaf við a seinustu stundu. Ætli hann kaupi Ruud?? Félagið á nóg af peningum og ekki veitir af slíkum leikmanni