Eftir að hafa lent í mikilli lægð og tapað þremur leikjum í röð er Juve aftur komið á mikla siglingu. Samtals hafa þeir skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum. Í Meistaradeildinni unnu þeir Olympiacos 7 - 0, sem er nýtt met í þeirri keppni. Svo nú í dag unnu þeir Parma 4 - 0. Athyglisvert er að bera saman markatöluna hjá Juve og Milan, Juve er með 30:14 (13 leikir) í ítölsku deildinni en Milan með 21:4(12 leikir). Í Meistaradeildinni er Juve með markatöluna 15:6 og Milan með 4:3, en með því að kíkja á þessar tölur má glögglega sjá hvernig leikstíl bæði liðin hafa. Juventus hefur breytt um leikstíl síðan í fyrra og tekið upp enskan/spænskan sóknarbolta eins og Roma sem hefur verið ansi sókndjarft á leiktíðinni.