Um daginn var ég að horfa á leik í ensku deildinni og var Hörður Magnússon að lýsa.Þegar leikurinn var hálfnaður braut einn maður á öðrum.Dæmd var aukaspyrna og síðan var þetta endursýnt.Þá sást greinilega að þetta var rangur dómur hann tók boltann greinilega í tæklingunni.Þá byrjar Hörður “Já Já þetta er púraaukaspyrna”
“Alveg tvímælalaust”.Svo var þetta endursýnt aftur og það sást enn betur að þetta var rangur dómur,aftur byrjar Hörður að tönnlast á því að þetta væri aukaspyrna.Ég hélt hann væri blindur eða með sjónskekkju því þetta var svo augljóst.

Svo nú um daginn á leik Man Utd-Chelsea var Guðjón að lýsa.
Þar var dæmd vítaspyrna á Roy Keane.Var það endursýnt og það sást greinilega að Roy tók ekki boltann og var þetta réttur dómur.Svo var þetta endursýnt aftur og þá segir Gaupi “Ah þetta er nú strangur dómur” “Vafaatriði”.Þetta var púravíti.

Lýsararnir sjá bara það sem þeir vilja að þeir sjá svo einfalt er það.