Jæja, Liverpool tók þetta rúmennska lið í gær en mér fannst það ekki nógu sannfærandi sigur 1-0, til að mynda var Diao alveg hræðilegur í bakvarðarstöðunni og svo var vörnin og sóknin í heild bara slök. Það vantar ferskann og góðan leikmann í öftustu línuna, en þá má nú ekki segja að Liverpool hefur ekki slíka leikmenn þeir eru bara MEIDDIR, það eru tveir klassa leikmenn Carracher og Finnan sem eru bara meiddir, hvað er málið með Liverpool og meiðsli, nú var það að koma í ljós að Owen meiddist í gær, sleit einhvern vöðva í lærinu og verður frá líklegast í þrjár vikur. Það bætir ekki gráu ofan á svart þar sem Milan Baros er líka meiddur og Hamann og Murphy að jafna sig EFTIR meiðsli og svo er Henchoz meira og minna búinn að vera og er meiddur á leiktíðinni. Er ekki sagt að leikmenn sem meiðast tiltöluglega oft er jú bara hræddir eða óöruggir þótt ég er ekkert að segja að þeir eru það, þetta eru atvinnumenn og eiga að standa sig í vinnunni eins og hvert annað fólk!
Ég er orðinn langþreyttur af þessu og að Houllier er alltaf að afsaka strákana og segja að þeir voru bara Óheppnir og geri betur næst en hvað gerist þá í næsta leik, þeir annaðhvort tapa eða gera jafntefli. Þeir eru með alveg nógan mannskap og ættu að vera í topp 4 í deildinni ef til vill vantar bara góðan og reynslu mikinn varnarmann sem stjórnar vörninni eins og leiðtogi annað en Hyypia er að gera.

Ef enginn poolari er sammála mér í þessu efni þá eru þið bara!