Maður getur ekki flett íþróttasíðunum án þess að sjá einhver ensk lið í fjárhagsvandræðum. Nýjasta dæmið Leeds, er bara rúsínan í pylsuendanum. Lið eins og Notts County, elsta lið heims (allavega Bretlands) er núna á barmi gjaldþrots. Það er í raun hægt að segja að fyrir utan Man utd, Arsenal, Chelsea og Liverpool eru flest önnur lið í bullandi fjárhagserfileikum. Samt hækka launin!
Kallið mig ruglaðann en mér þætti gaman að sjá litlu liðin eiga möguleika á titlinum.
Við sjáum þetta í NBA, lið eiga deildina í nokkur ár (Bulls, Lakers) en fara síðan niður og ný koma í staðin. Hver man ekki eftir því þegar Nets og Dallas voru lélegustu liðin í deildinni?
Þessi endurnýjun á sér stað vegna þess að það er sett launaþak á liðin. Lakers getur ekki keypt alla bestu nema þeir samþykki launalækkun. Ég gæti trúað að þetta yrði skemmtilegt fyrirkomulag í ensku deildinni. Svona Chelsea ævintýri myndu ekki ské og dreifingin á stórstjörnum yrði meiri.
Ég trúi því að þetta myndi örugglega verða til þess að lið myndu efla unglingastarfið og reyna að fá unga leikmenn til að geta fengið lengri ódýra samninga.
Þætti gaman að heyra hvort einhver er sammála mér……..