Enskur stærðfræðingur sem að hefur verið mikill áhugamaður um fótbolta allt sitt líf hefur haft mikið gaman af því að gera ýmsar kannanir til þess að sjá hver sé fremri hverjum á hinum ýmsu sviðum.
En núna fyrir stuttu kom hann með nýjar niðurstöður og fólu þær í sér hver af þeim knattspyrnustjórum sem að stýrt hefðu liði í úrvalsdeild hefði vælt mest. Það kom nú ekki mörgum á óvart þegar nýlega kom í ljós að Sir Alex Ferguson hefði verið að toppa þennan list og hafði vísindamaðurinn þetta að segja um málið: “Það var nú aldrei neinn sem að var afgerandi, en þegar ég las þá frétt í blaðinu að Ferguson hefði verið að kenna Hollenska landsliðinu um littla markheppni Nistelroy á þessu tímabili náði hann afgerandi foristu.”

Ég held að ég þurfi ekki að segja neinum að allt ofangreint sé bara létt spaug. En hinsvegar þá er þetta með vælið í Ferguson alveg rétt og datt mér bara í huga að skrifa þetta þar sem að hann hlítur nú að fara að slá eithvað met.
Hér er svo öll fréttin eins og hún lagði sig á www.dv.is:

Alex Ferguson segir að ákvörðun Dick Advocaat þjálfara hollenska landsliðsins um að sparka Ruud van Nistelsrooy úr liðinu ástæðuna fyrir markaleysi sóknarmannsins.

Ruud hefur ekki skorað í 9 klukkustundir í röð og hefur gengið illa að athafna sig fyrir framan mark andstæðingana.

Ferguson segir Nistelrooy niðurbrotinn útaf því að vera ekki í hollenska liðinu og þarfa að vera kallaður aftur inn til að finna fjölina í sókninni.

<br><br>Blessuð sé minning Marc-Vivien Foe og megi hann hvíla í friði.