Hvað finnst ykkur um ákvörðun Gerrard Houllier að taka fyrirliða bandið af Sami Hyypia? Rosalega furðulegt að hann skuli skipta um fyrirliða þegar tímabilið er byrjað en ekki fyrir það. Mér finnst það kannski sýna smá örvæntingu hjá Houllier enda er hann undir töluverðri pressu frá stuðningsmönnum Liverpool. Mér finnst hins vegar Steven Gerrard vera mikið fyrirliða efni og kannski það sem Liverpool þarf, nagla og baráttujaxl sem fyrirliða. Houllier gaf þá ástæðu að Sami Hyypia bæri of mikla ábyrgð og því væri fínt að létta pressu af honum og láta Gerrard axla ábyrgð enda farinn að þroskast sem leikmaður. Þeir unnu allaveganna fyrsta leikinn með hann sem fyrirliða gegm Olimpja 3-0. Hyypia hefur verið mikið gagnrýndur fyrir leik sinn í vetur og var það líka ein af ástæðunum að Houllier breytti um fyrirliða. Ég persónulega held að Gerrard eigi eftir að verða góður fyrirliði og muni þroskast mikið sem leikmaður, enda aukin ábyrgð sem þessu fylgir. Kannski að hann eigi eftir að lyfta nokkrum dollum hver veit……….