Það er einmitt lítil aðsókn og takmarkaður áhugi stórra styrktaraðila sem veldur þessari ákvörðun, en hún kemur sem reiðarslag fyrir bandarískar knattspyrnukonur, aðeins fimm dögum áður en þær hefja keppni í úrslitakeppni HM sem hefst einmitt í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Nítján af tuttugu leikmönnum bandaríska landsliðsins, sem á heimsmeistaratitil að verja, léku í WUSA-deildinni í ár en þetta er eina atvinnudeild kvenna í heiminum og hún hefur laðað að sér flestar bestu knattspyrnukonur annarra þjóða.
Þegar deildin var stofnuð í ársbyrjun 2001 var stofnkostnaðurinn um 3,2 milljarðar króna og fjárfestar lögðu til um 4,8 milljarða. Mun verr gekk þó að fá þá til liðs við deildina en áætlað var. Stefnt var að því að fá átta stór fyrirtæki til að standa á bakvið hana en aðeins tvö styrktu hana í þeim mæli sem vonast var eftir, Hyundai og Johnson & Johnson. Tapið á deildinni hefur verið gríðarlegt, um 3,7 milljarðar árið 2001, tæpir 2 milljarðar árið 2002 og áætlað tap á deildinni í ár nemur um 1,4 milljarði króna.

Gripið var til ýmissa sparnaðaraðgerða fyrir nýlokið tímabil, leikmannahópar voru minnkaðir úr 18 leikmönnum í 16 og launahæstu konurnar, svo sem Mia Hamm, tóku á sig launalækkun og fengu um 4,8 milljónir króna í árslaun í stað 6,4 milljóna árið 2002. En allt kom fyrir ekki. Sjónvarpsáhorf og þar með tekjur tengdar því hefur ekki verið eins og vonast var eftir og meðalaðsókn á leiki deildarinnar í ár var aðeins um 6.600 manns á leik, miðað við um 8.100 tímabilið 2002.

Stjórn WUSA lokar þó engum dyrum og vonast til þess að frammistaða bandaríska landsliðsins í heimsmeistarakeppninni og aukinn áhugi á kvennaknattspyrnu í kringum hana leiði til þess að nýir fjárfestar sjái sér hag í að koma deildinni til bjargar.

Bestu knattspyrnukonur heims standa frammi fyrir því að geta ekki stundað íþróttina sem atvinnumenn á næsta ári og fyrir þær bandarísku er ástandið sérstaklega alvarlegt því þar í landi er engin önnur deildakeppni í gangi eftir að háskóla lýkur.

Burðarásar bandaríska landsliðsins voru með tárin í augunum þegar þær ræddu við fjölmiðla um þessa alvarlegu stöðu í gær<br><br>———————————————
kærlig hilsen, Ripp :o)
———————————————
I mean, isn't that just kick-you-in-the-crotch