Ég hef mikið verið að hugsa um hverjir verða næstu meistarar. Mörg lið hafa komið upp í hugan og nokkur af þeim eru Chelsea, Arsenal og Manchester United. Chelsea datt mér í hug því þeir eru búnir að kaupa mikið af nýjum og frábærum leikmönnum og hafa myndað mjög gott lið. Og Arsenal datt mér í hug vegna allra frábæru leikmenninna eins og Henry, Viera, Campbell, Pires og margir fleirri frábærir leikmenn. Svo er það Manchester United sem eru vanir að vinna, en ég veit ekki núna vegna þess að Beckham er farin en ég hugsa að Cristiano Ronaldo hlaupi í skarðið fyrir Beckham, en svo eru Ferdinand og Nistelrooy sem eru frábærir leikmenn, svo er mjög gott að hafa tvo hraða vængmenn eins og Manchester eru með Giggs á vinstri og Ronaldo á hægri.

Svo eru það liðin sem eiga eftir að koma mest á óvart og það gæti verið Portsmouth vegna þess að þeir eru komnir með frekar gott lið og meðal annars eru þeir komnir með Teddy Sheringam sem vareinu sinni í Manchester United og er alveg frábær framherji.