Sir Alex Ferguson sagði nei við Chelsea


Sir Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United, neitaði Chelsea þegar liðið reyndi að fá hann til að taka við stjórninni í sumar. Þetta var opinberað í dag. Ferguson var boðið starfið stuttu eftir að Roman Abramovich eignaðist Chelsea. Hann hafnaði því enda segir hann að það þurfi eitthvað virkilega stórfenglegt til að hann fari frá Old Trafford.

Þessar fréttir láku út aðeins tveimur dögum eftir að stjórnarformaðurinn Peter Kenyon færði sig frá Manchester United til Chelsea. Ferguson sagði við Manchester Evening News: “Allt mitt líf snýst í kringum Manchester United og héðan fer ég ekki.”
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.