Nú var leikur Man U. og Wolves að klárast með sigri United.
Leikurinn var frekar bragðdaufur og leikmenn United komust engan veginn í gang.

C. Ronaldo fékk að byrja inná og átti nokkra spretti en þess á milli sást hann lítið og var síðan tekinn útaf í lok seinni hálfleiks.
Djemba-Djemba byrjaði inná á miðri miðjunni ásamt Kleberson og stóð hann sig með ágætum.

Ferguson ákvað að gefa lykilmönnunum Giggs, Scholes og Ferdinand frí í þessum leik enda eru úlfarnir ekki taldir sterkir og flestir hafa spáð þeim síðasta sætinu.

En leikurinn endaði 1-0 fyrir United og skoraði O´shea markið.
Að mínu mati var maður leiksins Djemba-Djemba, markar sóknir úlfanna brotnuðu á honum.
Nú hafa United unnið alla sína 3 leiki og eru efstir ásamt Arsenal.