Þvílíkur snillingur sem hann Ronaldo frá Portúgal er. Fyrir þá sem ekki vita er það nýr leikmaður Man Utd. sem er aðeins 18 ára gamall og var keyptur á 12,4 millónir punda held ég. Sem þýðir að Ferguson hefur haft mikla trú á honum og ekki að ástæðulausu. Honum var skipt inná í leiknum gegn Bolton í gær (laugardag) og sýndi algjöra snilldartakta.
Fiskaði víti (sem van nistelrooy klúðraði reyndar)
Átti hlut í einu marki…
Það var ekkert smá gaman að fylgjast með honum og hann gat valtað yfir alla varnarmenn því hann er ógeðslega tæknískur.
Samt ættu þeir ekki að spila með hann í byrjunarliðinu þar sem hann ræður væntanlega ekki við það svona ungur.
En án efa er hann frábær kaup hjá Manchester segi ég sem poolari. Afhverju geta Liverpool aldrei náð í svona leikmann :(
En allavega, hann á eftir að vera með þeim bestu í heimi seinna…
<br><br>Þetta er stolin undirskrift