Juventus lagði AC Milan í Bandaríkjunum í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli þar sem spilað var um Supercoppa Italia, deildarmeistarar á móti bikarmeisturum. Þeir sem sáu leikinn sögðu að þetta höfðu verið sanngjörn úrslit enda átti Juve mun fleiri tækifæri í leiknum.
Í gær náði Juventus að krækja sér í Birra Moretti bikarinn eftir 2-1 sigur á Inter Milan og 5-4 sigur á Sampdoria. Í seinni leiknum var varaliðið látið duga, eini leikmaðurinn sem spilaði báða leikina var Di Vaio.
Það er frekar ánægulegt fyrir okkur Juve fans að vinna tvo titla eftir tapið gegn Man Utd, en þá verður að hafa í huga að ítölsku liðin voru ekki komin jafn langt og þau ensku í pre-season training enda byrjar ítalska deildin seinna en sú enska.