Hvað finnst mönnum um kaup Leeds á Robbie Keane? Hann var fenginn að láni út tímabilið og svo er búið að ganga frá kaupum á honum fyrir 12 milljónir punda í sumar. Inter getur ekki hætt við, frá því var gengið og Robbie skrifaði undir samning sem gildir til 5 ára, þannig að ekki getur hann heldur hætt við. Eru þetta ekki frábær viðskipti hjá Leeds, en drengurinn er búinn að skora 6 mörk í 6 leikjum og leggja upp ein 5!!! Það má segja að hann sé ástæðan fyrir því að Leeds er búið að lyfta sér úr 14 sæti í það 7.