Það kemur fram á fotbolti.net í dag að Claudio Ranieri hafi áhuga á að kaupa alla leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar, en þó ekki Emil Heskey.
Hmmm, eðlisávísunin mín segir að þessi frétt sé ekki á mjög sterkum grunni byggð. En hún er þó rétt að einu leiti! Ég leyfi mér að stökkva á þá ályktun að Ranieri vilji ekki Heskey. Fyrir utan það að hann sækist eftir “dulítið” betri leikmönnum, þá þarf ekki meira en þokkalega geðheilsu og leikskólamenntun til að segja manni það að Heskey er ekki mjög góður leikmaður.

Ps. Þeir poolarar sem ætla að vera með leiðindi útaf þessu geta nú bara hoppað uppí óþægilega og ósnyrta staði. Þannig bara róa sig á heimsk…umm eldmóðnum poolarar!
Chelsea till I die!