Ágætt að vita af Frökkunum mínum þarna ;-)

C/P af mbl.is

Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, hefur verið útnefndur besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið í Englandi, en alls hafa um 1.700 erlendir leikmenn leikið með enskum liðum í gegnum tíðina. Vieira fékk 17 af 20 mögulegum atkvæðum sem besti leikmaðurinn, en hópur knattspyrnusérfræðinga stóð að kjörinu - þar í hópi voru Sir Bobby Robson, Claudio Ranieri, Graham Taylor og Sir Tom Finney.
Chelsea er það lið sem hefur flaggað flestum útlendingum í gegnum tíðina, eða alls 64 leikmönnum frá því að Indverjinn Charles Donaghy lék með Chelsea 1905. Fyrsti útlendingurinn til að leika í Englandi var Kanadamaðurinn Walter Bowman 1892, en hann lék með Man. City.

Þá var úrvalslið útlendinga útnefnt, en það er þannig skipað: Peter Schmeichel (Man. Utd., Aston Villa, Man. City), Marcel Desailly (Chelsea), Mikael Silvestre (Man. Utd.), Robert Pires (Arsenal), Ossie Ardiles (Blackburn, QPR, Swindon, Tottenham), Ruud Gullit (Chelsea), Patrick Vieira (Arsenal), Arnold Muhren (Ipswich, Man. Utd.), Gianfranco Zola (Chelsea), Eric Cantona (Leeds, Man. Utd.) og Thierry Henry (Arsenal).
<br><br>————————————————————

<b>Hemmi Gunn skrifaði:</b><br><hr><i>'Knattspyrnustjóri liðsins, Howard Wilkinson, er ekki á vellinum í dag, sem bendir sterklega til þess að hann gæti verið annarsstaðar'</i><br><hr>
<a href=“mailto:shitto@svartur.com”>E-Mail</a