Þrír leikir fóru fram í kvöld í Landsbankadeildinni. Á Hlíðarenda mættust Valur og Fylkir, gestirnir ollu töluverðum vonbrigðum í þeim leik. En Valsmenn voru sprækir og unnu góðan 1-0 sigur. Eina mark leiksins skoraði Hálfdán Gíslason á 68.mínútu eftir að hann fékk góða sendingu innfyrir vörn Fylkis.

Nú er keppni hálfnuð í Landsbankadeildinni og Þróttarar sitja óvænt á toppnum með 18 stig. Fylkir er í öðru sæti með 16 og í þriðja eru Grindvíkingar með 15 en þeir unnu góðan sigur fyrir norðan í kvöld.

Úrslit kvöldsins

Valur - Fylkir 1-0
Hálfdán Gíslason 68.

KA - Grindavík 1-2
Steinar Tenden 68. - Óli Stefán Flóventsson 75, Ray A. Jónsson 81.

ÍA - ÍBV 0-3
Alti Jóhannsson 23. og 50., Gunnar Heiðar Þorvaldsson 61.
RAUTT: Stefán Þórðarson (ÍA) 45.

Tekið af Fotbolti.net
Stjórnandi á