Inter ætlar greinilega ekki að sitja auðum höndum og ætlar að kaupa kantmann og varnarmann…

Nöfn eins og Chivu, Stam, Kily Gonzales, Andy Van Der Meyde, Luciano(eða Eriberto) og Ricardo Quaresma hafa komið fram ásamt fleirum.

Nokkuð ljóst að vinnuþjarkurinn Sergio conseicao(eða hvernig sem þú skrifar það) verður seldur ásamt Gamarra og hugsanlega Alvaro Recoba.

Inter hafa nú þegar fengið Sabri Lamouchi lánaðan í tvö ár frá Parma í staðinn fyrir Domenico Morfeo sem er á eins samning hjá Parma. Lamouchi er mikill fengur enda orðið meistari með tveimur frönskum liðum og einu ítölsku og á að koma vinnings hugarfarinu áleiðis til leikmanna Inter!

Hector Raúl Cuper þjálfari Inter hefur fengið þau skilaboð frá forsetanum Massimo Moratti að takist ekki að vinna deildina eða meistaradeildina í ár bíði hans reisupassinn! Þess vegna er allt lagt í sölurnar til að vinna þetta árið.

Ef Inter fær þessa leikmenn sem þeir eru orðaðir við eins og Chivu og Luciano eru þeir óárennilegir fyrir næsta tímabil!