Robert Jensen, umboðsmaður hollenska framherjans, Dennis Bergkamp, hefur sagt að skjólstæðingur hans gæti tekið þá ákvörðun að hætta að spila knattspyrnu ef hann fær ekki þann samning sem hann telur að hann eigi skilinn frá Arsenal.

Samningur Bergkamp rann út nú í sumar en hann vill endilega halda áfram að leika fyrir Arsenal. Þrátt fyrir það viðurkenndi Jensen að tilboð Arsenal hefði ollið Bergkamp nokkrum vonbrigðum.

Jensen sagði: ,,Dennis hefur alltaf sagt að hann vilji ljúka ferlinum hjá Arsenal, að hann muni ekki fara í annað lið.“

Einnig sagði hann: ,,Stundum líður okkur eins og við höfum reynt allt en Arsenal hafa ekki breytt tilboði sínu hætishót. Þeir segja: Við höfum ekki meira fé, nýji völlurinn er að koma svo við getum ekki gert meira.”

Að lokum sagði hann: ,,Annaðhvort heldur hann áfram hjá Arsenal eða hættir í boltanum"
You crawled and bled all the way but you were the only one,