Rüstü Recber frá Tyrklandi, einn snjallasti knattspyrnumarkvörður heims, er á leið til Barcelona á Spáni, frá Fenerbache í heimalandi sínu. Rüstü hefur verið mjög eftirsóttur af stórliðum Evrópu eftir frammistöðu sína á HM í fyrra en í dag kom í ljós að Joan Laporta, nýkjörinn forseti Barcelona, hafði samið við Tyrkjann um að koma til félagsins ef hann næði kjöri. Rüstü sagði í fréttatilkynningu í dag að hann myndi standa við það samkomulag.
<br><br><b>Kveðja kristinn18</b>
<a href="http://blogg.pentagon.ms/madrid“>blogg.pentagon.ms/madrid</a>
<a href=”mailto:kristinn18@hotmail.com">kristinn18@hotmail.com</a>
<b>Grótta og Real Madrid eru bestir!!</b>
<u>Viltu Evrópu boltann á huga?
Ef þú vilt Evrópu botann sendu mér þá skilaboð og þér verður bætt á lista fyrir þá sem vilja Evrópu boltann á huga!</u