Netmiðillinn YNWA, málgagn stuðningsmanna Liverpool, birtir í dag frétt eftir að því þeir segja traustum heimildum um að Harry Kewell hafi ákveðið að taka Manchester United fram yfir Liverpool.
Hann muni ganga til liðs við United þegar hann kemur aftur úr fríi heima í Ástralíu í þessari viku.
Það sem freistar Kewell helst hjá United er tækifærið til þess að spila í Meistaradeildinni, eitthvað sem Liverpool getur ekki boðið upp á á næstu leiktíð.

Bandaríski markvörðurinn Tim Howard er enginn í raðir Manchester United, ef fréttir enskra fjölmiðla eru réttar.
Kaupverðið er 1,35 milljónir punda sem gæti hækkað í 1,8 milljónir ef Howard leikur nógu marga leiki. Sir Alex Ferguson hefur aldrei séð hann spila og treystir því alfarið á dómgreind markmannsþjálfarans Tony Coton í þessum efnum.
Howard er með ungverskt vegabréf í gegnum móður sína og telst gjaldgengur á evrópska efnahagssvæðinu þar sem verðandi aðilar að ESB njóta sama frelsis til vinnu og fullgildir meðlimir, en Ungverjar hafa sótt í inngöngu í sambandið.

Nemanja Vidic, varnarmaður Serbíu og Svartfjallalands, segist stoltur af því að hafa verið orðaður við Manchester United.
Vidic er 21 árs gamall miðvörður sem leikur með Rauðu Stjörnunni í Belgrad, en forráðamenn félagsins segjast hafa fengið fyrirspurnir frá Old Trafford varðandi Vidic.
“Mér finnst það alltaf heiður að vera orðaður við félag á borð við Manchester Unietd.”
“Ég hef lesið um áhuga þeirra í nokkrum dagblöðum, en eftir því sem ég best veit þá hafa þeir ekki gert tilboð í mig.”
“Ég er upp með mér, en ég get ekki hugsað um þetta fyrr en og ef United gerir Rauðu Stjörnunni tilboð.”
“Ég er enn leikmaður Rauðu Stjörnunnar, en ef þeir vildu selja mig þá yrði það þeirra ákvörðun - hún er ekki undir mér komin,” sagði Vidic og bætt því við hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila í því umhverfi sem enska úrvalsdeildin býður upp á eftir að hafa spilað vináttulandsleik gegn Englendingum í Englandi í seinustu viku.


tekið af hinni frábæru síðu manutd.is