Elsta fótboltaliðið er enska liðið Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857. Sheffield FC er ekki lengur starfandi en elsta liðið sem enn er við lýði er Notts County sem var stofnað 7. desember 1864.

Nú eru tvö atvinnumannalið í borginni Sheffield, þau heita Sheffield United og Sheffield Wednesday. Fyrsti leikur Sheffield FC var veturinn 1864-1865 við Notts County.

Nottingham Forest var stofnað 1865-1866 og lék tvo leiki við Notts County þann vetur. Eru þau elstu liðin sem hafa spilað saman. Árin 1867-1868 spilaði Sheffield FC við lið sem hét Queen’s Park. Það var stofnað 9. júlí 1867 og er elsta skoska fótboltaliðið.