Meistarar KR ætluðu sér væntanlega gott til glóðarinnar þegar þeir fóru norður í vikunni en allt fór fyrir ekki og þeir spiluðu eins og lélegasta 1.deildar lið meðan ungu KA-mennirnir glönsuðu af færni og leikgleði. Mikið hefur verið deilt um hvort mark Húsvíkingsins Pálma úr aukaspyrnuni hafi verið gilt en eftir sögn dómarans í viðtali við morgunblaðið var hann búinn að gefa Dean leyfi til að skjóta stax og markið því gott og gilt. Gullna skipting Todda á 77 mín er hann lét Hrein hrings inn fyrir Steinar Tenden gerði KR-ingum lífið leitt skoraði tvö mörk á 85 og 90 mín. En markmaður KA varði helling af skotum KR-inga meistaralega og sérstaklega hjá bræðrunum Bjarka og Arnari og bjargaði KA oft fyrir horn. Makan og fleiri spiluðu ekki en ungu leikmenn KA fylltu upp í skörðinn með prýði