Vihúú sæti drengurinn er kominn ef marka má Fotbolti.net….en svona hljóðaði greinin:

Manchester United gekk í gærkvöldi frá kaupum á Brasilíumanninum Ronaldinho frá Paris Saint Germain á 9 milljónir punda. Peter Kenyon framkvæmdastjóri liðsins var í París í gær þar sem gengið var frá þessu. Þetta kemur fram í ensku dagblöðunum The Sun og Guardian í dag. Þar segir einnig að Barcelona sé nánast búið að ganga frá kaupum á David Beckham frá Man Utd en Florentino Perez forseti félagsins reyndi í gærkvöld að hringja í hann til að fá leikmanninn til að semja við félagið. Koma Ronaldhino er sú fyrsta þar sem Man Utd er talið eyða 30 milljónum punda sem koma úr sölu Beckham í. Næst er talið líklegt að Harry Kewell verði keyptur á 7 milljónir punda, þá nýr markvörður á um 8 milljónir punda og reyndur varnarmaður.


<br><br>————————————————–
Hvað þýðir undirskrift?