Ég sá það skrifað fyrir nokkrum dögum að íslenska sjónvarpsfélagið ætli að bjóða í Enska boltann þegar samningur norðurljósa rennur út til þess að setja hann á dagskrá á áskriftarstöðinni skjá 2.

Ég persónulega skil ekki þann skrípaleik því seinast þegar ég vissi þá þarf sjónvarpstöð sem sækir um enska boltann að ná allavega til 80% þjóðasrinnar og það gerir skjár 1 ekki og væntanlega mun þá skjár 2 ekki ná því marki.

Ég vil helst bara hafa hann á stöð 2 og sýn áfram þar sem ég bý úti á landi þar sem skjár 1 næst ekki einu sinni…

Hvað finnst fólki um þetta? Er fólki almennt sama hvar enski boltinn er? Myndi fólk mótmæla ef þeir hjá íslenska sjónvarpsfélaginu myndi bjóða sjónvarpsréttinn á enska boltanum?

Endilega segið ykkar álit á þessu því mér er ekki sama, vil sjá hvað það eru margir með mér í þessu.