Gerard Houllier hefur svarað gagnrýnendum sínum með því að segja: “Ég hlæ af þeim sem segja að ég ætti að vera rekinn.”
Liverpool stjórinn hristi af sér gagnrýnina með því að minna fólk á hversu marga bikara hann hefur unnið í stjóra tíð sinni á Anfield, og bætir við að hann sé nú þegar að vinna hörðum höndum að því að meiri og betri árangur verði að veruleika hjá félaginu.

“Ég get ekki beðið eftir að næsta tímabil hefjist,“ sagði Houllier. ”Ég hef aldrei haft svona mikið að gera eins og núna. Venjulega í lok leiktíðar þá reyni ég að hvílast, en næsta undirbúningstímabil er mjög mikilvægt og er ég nú þegar að vinna hörðum höndum að því að fá leikmenn til liðsins. Ég hef aldrei unnið eins mikið og núna. Okkar markmið er að vinna enska titilinn og sá árangur er mjög raunhæfur.”

…og Houllier bætti við: “Ég hlæ af fólki sem segir að ég ætti að vera rekinn. Ef ég hefði sagt fyrir fjórum árum að við myndum vera í keppni um að ná Meistaradeildarsæti á hverju tímabili, vinna UEFA keppnina, vinna FA bikarkeppnina og vinna Worthington bikarkeppnina, þá hefði fólk tekið því. Ef ég hefði sagt að við myndum vinna sex bikara, þá hefði fólk tekið því. Við erum fórnarlömb okkar eigin velgengni. Væntingar í okkar garð allstaðar frá hafa aukist gríðarlega, en við verðum að lifa við það og reyna að standa undir þessum væntingum.”

kveðja
D12