Arsenal varð í dag bikarmeistari á Englandi eftir 1-0 sigur á Southampton á Millennium Stadium í Cardiff. Það varð Robert Pires sem skoraði sigurmarkið á 38. mínútu eftir mikið fát fyrir utan vítateig. David Seaman bjargaði þó Arsenal vel undir lokin er hann varði vel frá Bret Ormerot og Ashley Cole bjargaði á línu nokkrum andartökum síðar.

Gordon Strachan framkvæmdastjóri Southampton varð mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir leikinn.
Leikmenn Arsenal voru fljótari og sköpuðu sér fleiri færi en við fengum líka færi sem við nýttum ekki, sagði Strachan að lokum. Nokkuð kom á óvart sú ákvörðun hans að láta Chris Baird sem hægri bakvörð en fyrir þennan leik í dag hafði þessi 21 árs gamli varnarmaður aðeins leikið 3 leiki í ensku úrvalsdeildinni og þar af aðeins einn í byrjunarliðinu. Baird stóð sig ljómandi vel og var Strachan ánægður með frammistöðu hans í dag en hann þurfti að kljást við Robert Pires í leiknum í dag.

Við óskum Arsenal auðvitað til hamingju með titilinn!

Kveðja kristinn18