Jæja, stjórarnir í Ensku deildinni hafa margir verið reknir.
En nú hefur Graham Taylor líka sagt upp og gefur ekki upp ástæðu.

George Burley, fyrrverandi knattspyrnustjóri Ipswich Town, kveðst hafa áhuga á því að taka við starfi knattspyrnustjóra hjá úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa. Burley, sem var rekinn frá Ipswich síðasta vetur, segir að miklir möguleikar séu til staðar hjá Aston Villa, sem sé stórt félag og fjölmarga snjalla leikmenn. Aston Villa hafnaði í 16. sæti í úrvalsdeildinni síðasta vetur.