David Moyes, stjóri Everton hefur verið valinn stjóri ársins af kollegum sínum í ensku úrvaldsdeildinni, en Moyes, sem breytti Everton úr fallkandídötum í lið sem keppist um UEFA sæti, var valinn besti stjórinn af samtökum framkvæmdastjóra í Englandi.

Everton, sem endaði í 7.sæti og rétt missti af UEFA sæti, hefur aðeins tvisvar endað ofar síðan úrvaldsdeildin var stofnuð árið 1992, en Moyes átti samt ekki von á þessum verðlaunum. Moyes, sem er 39 ára skoti og yngsti stjórinn í úrvaldsdeildinni, sagði eftir að úrslit voru kunn:

“Ég er gríðarlega ánægður, en jafnframt undrandi að hafa unnið til þessara verðlauna. Vonbrigðin sem við höfum orðið fyrir eru gríðarleg. Í fótbolta verður maður að grípa tækifærin þegar þau gefast, og við höfum svo sannarlega átt möguleika á meiru þetta tímabilið. En þegar við höfum náð okkur eftir veturinn, þá vonandi sjáum við hversu gott tímabil við áttum.”

Sir Alex Ferguson, sem einnig var kandídat fyrir verðlaunin eftir að hafa leitt Manchester United til 8. titilsins á síðustu 11 árum, var valinn framkvæmdarstjóri áratugarins.

Í fyrstu deildinni fóru verðlaunin til Portsmouth stjórans Harry Redknapp fyrir að vinna titilinn með liðinu frá suður ströndinni. Í annarri deildinni var stjóri Wigan, Paul Jewell valinn bestur og í Denis Smith stjóri Wrexham í þeirri þriðju.

Heimildir: gras.is

KVEÐJA KRISTINN18