Real Madrid keppti á móti ítalska liðinu Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Ronaldo og Roberto Carlos skoruðu fyrir Real Madrid en David Trezeguet skoraði fyrir Juventus. Juventus vantaði Egdar Davids og nokkra aðra góða leikmenn.
Fyrsta markið skoraði Brasilíumaðurinn Ronaldo á 23. mínútu með góðu skoti rétt fram hjá Buffon, en David Trezeguet skoraði svo fyrir Ítalana eftir varnarmistök. Sigurmarkið kom á 73. mínútu, og það var Roberto Carlos sem skoraði það en eftir það komust Madrid menn í nokkur ágæt færi en nýttu þau ekki.
Juventus nægir 1-0 sigur til að komast í úrslitaleikinn, vegna reglunnar um mörk á útivelli.
AC Milan og Inter Milan keppa á morgun í undanúrslitum.

Real Madrid:
Casillas; Salgado, Hierro, Helguera, Carlos; Figo, Makelele, Conceicao, Zidane; Guti, Ronaldo.

Juventus:
Buffon; Thuram, Ferrara, Iuliano, Zambrotta; Camoranesi, Tudor, Conte, Nedved; Del Piero, Trezeguet.

Kveðja kristinn18