er bara fyndið hjá Rio gaurnum!

þetta eru 2 af 3 sterkustu liðum í heimi,
og meiðsli spilaði soltið mikið inn í lið Arsenal á lokabarátunni en ekki er það nein afsökun því breiddinn skiptir jú miklu of course!

Þótt Wenger sé yfirlýsingaglaður þá er Fergusoninn ekkert skárri!
en tveir frábærir þjálfarar.

Þetta eru 2 jafngóð lið segi ég.

Áfram Aston Villa.


hér er greinin


Vísir, Þri. 6. maí 11:18
Ekki skrökva, Wenger
Rio Ferdinand, varnarmiðvörður Man. Utd. og enska landsliðsins segir að Arsene Wenger eigi að vera maður til að viðurkenna að Untied sé með besta liðið á Englandi í dag. Wenger hefur haldið því fram að Arsenal sé í raun með besta liðið þó að Man. Utd. sé búið að vinna titilinn, það sjái menn ef þeir líta yfir frammistöðu liðanna í heild sinni í vetur. Þetta kallar Ferdinand hreinar og klárar lygar.

“Ég ber mikla virðingu fyrir Arsenal og sjálfur myndi ég aldrei gera svona lítið úr öðrum liðum”, segir Ferdinand. “Herra Wenger segir að þeir séu betri en við en staðan í deildinni lýgur ekki, hún segir að við séum bestir og auk þess náðum við lengra í Meistaradeildinni en þeir.”