Nú svitna eflaust Sir Alex Ferguson og Arsené Wenger allnokkuð þar sem að línurnar fara að skýrast og mun koma í ljós hvaða lið mun landa tilinum.

Sama má segja um Sam Allardyce stjóra Bolton og Glenn Roeder stjóra West Ham. En þau lið berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Bolton hengur rétt svo í 18 sæti með 3 stiga forystu á West Ham sem er í 19 sæti. Sunderland og West Brom Albion eru fallin, rip.

En ég er að pæla, munu Rauðu djöflarnir standast undir pressu það sem eftir er. Þeir eiga leik á móti Tottenham í dag, en sá leikur er á White Hart Lane og er erfitt fyrir sum lið að heimsækja þann völl. Ég las einhverstaðar á netinu, ah já <a href="http://www.teamtalk.com“>teamtalk</a> að Roy Keane, fyrirliði Manchester United hafi látið eftir sér að vinnist enginn titill í ár, þeas. annað skiptið í röð þá þurfi klúbburinn að selja frá sér leikmenn.

En færum okkur yfir á Highbury. Arsenal eiga leik til góða og eru 3 stigum á eftir Manchester United. Eftir leikinn á morgun eiga Arsenal 2 leiki til góða og þessvegna hvílir öll press á leikmönnum Manchester United í dag. Ég verð að viðurkenna hérna að ég er stuðningsmaður Man United þannig að ég veit ekki býsna mikið um Arsenal nema það að þeir eru að missa mikilmenn sína núna í bönn og meiðsli. Sol Campbell er í 4 leikja banni(að mig minnir) fyrir brottvísun sem hann fékk í leik gegn Manchester United á Highbury þegar hann gaf Ole Gunnar Solskjær olnbogaskot í andlitið. Patrick Viera er meiddur á læri, og einhverstaðar heyrði ég að Edu væri líka meiddur. Mun þetta skipta einhverju fyrir Arsenal?

En ef ég færi mig svo yfir á Old Trafford, þá eru allir menn heilir. En ég er ekki viss um móralinn. Fyrsta lagið þá voru það vissuleg vonbrigði fyrir hvaða mann sem tengist Manchester United að falla út fyrir Real Madrid. Og svo tala nú ekki um þetta sem er í gangi núna varðandi David Beckham, allt í upplausn.. samkvæmt slúðurblöðum þeas. En ég las á <a href=”http://www.manutd.is“>heimasíðu stuðningsmannaklúbbs Manchester United á íslandi</a> að þetta væri bull. Og að pabbi Becks hafi komið fram og gefið yfirlýsingu um að þetta sé bull.

Nú er bara að bíða og sjá, og athuga hvort að Arsenal og Manchester United standi sig undir pressu og athuga hvort liðið þarf að bíða lægri hlut.

Með baráttukveðju!<br><br><font color=”white“>~~~</font>~<font color=”white“>~~</font>~<font color=”white">~~</font>
[.<a href="http://www.1337.is">GEGT1337</a>.]<a href=“mailto:fixer@1337.is”>Fixer</a>
yngvi feiti, potter!
<font color=“white”>~~~</font>~<font color=“white”>~~</font>~<font color=“white”>~~</font