TEKIÐ AF WWW.MANUTD.IS:
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, hefur skorað á Ole Gunnar Solskjær að sýna úr hverju hann sé gerður með því að segja frá því opinberlega hvort hann trúi því að Sol Campbell hafi viljandi gefið honum olnbogaskot í leik Arsenal og United á Highbury á miðvikudagskvöld.
Vieira segir að viðbrögð Solskjær við atvikinu, sem og það að segja ekkert um það, hafi skaðað virðingu Arsenal fyrir Manchester United sem og ímynd íþróttarinnar.
“Ef hann segir ekkert, þá sýnir það hvaða mann hann hefur að geyma. En þar sem hann er leikmaður Manchester Unted þá á ég ekki von á að hann geri neitt.”
“Englendingar eru stoltir af prúðmennsku sinni. Atvik á borð við þetta geta skaðað þessa ímynd.”
“Þetta var eina atvikið í leiknum og bæði lið hafa leikið með mikilli virðingu hvort fyrir öðru, en þetta hefur skaðað virðinguna milli þessara tveggja félaga og sömuleiðis ímynd íþróttarinnar.”

Arsenal hefur áfrýjað dómnum en ef spjaldið stendur óhaggað þá á Campbell yfir höfði sér fjögurra leikja bann, og það virðist ætla að gera það þar sem Mark Halsey, dómari, segist sáttur við ákvörðun sína eftir að hafa séð upptöku af atvikinu.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur lýst áfrýjun Arsenal sem bráttu fyrir réttlætinu og kveðst óttast um framtíð dómgæslunnar eftir viðbrögð Halseys.
Wenger er jafnframt ósáttur við framkomu Solskjær í málinu.
“Ég er sár út í viðbrögð Solskjær því það hefur enginn heyrt frá honum. Ef hann heldur það virkilega að Sol hafi slegið hann viljandi í andlitið þá vil ég að hann stígi fram fyrir skjöldu og segi að Sol eigi að fara í leikbann. Þá mun ég samþykkja það.”
“En það er líka virkilega svekkjandi ef hann telur þetta hafa verið slys en segir ekki frá því.”
“Yfirlýsing dómarans og viðhorf hans, eftir að hafa séð upptöku af atvikinu, hafa valdið mér vonbrigðum. Dómarar virðast halda að þeir tapi heiðrinum ef þeir skipta um skoðun.”
“Ég held að hann yrði bara meiri maður af því. Það er erfitt að finna dómara sem býr yfir nægum styrk til þess að gera það.”
“Mark Halsey segir nú að hann hafi ekki þurft á línuverðinum að halda til þess að taka ákvörðunina. En það var ekki staðreyndin á þessum tíma. Það er hægt að heyra hann biðja um ráð hans á sjónvarpsupptökunni.”
“Ef þetta var slys, þá verðskuldar það ekki rautt spjald. Ef maður snertir einhvern til þess að verja boltann, af hverju á þá að reka mann út af. Ef þú gefur einhverjum olnbogaskot viljandi og ert rekinn út af, þá er ekkert hægt að segja við því. En miðað við reynslu mína af Sol þá var þetta ekki með vilja gert.”

Sir Alex Ferguson, stjóri United, er allt annað en ánægður með þessi ummæli Arsenal manna.
“Það var leikmaður okkar sem var illa meiddur og það blæddi úr nefinu á honum eftir atvikið, en samt ráðast leikmenn Arsenal að Ole.”
“Thierry Henry sló hann m.a.s. á meðan hann lá. Við erum með leikmenn sem er heppinn að vera ekki nefbrotinn og allt snýst um leikmann sem gaf okkar manni olnbogaskot og Arsenal eru að reyna að forða honum frá banni!”
“Og það er algjörlega fáránlegt hjá Arsene Wenger að snúa hlutunum við og segja að ef þetta hefði verið leikmaður Manchester United þá hefði hann sloppið.”
“Það hafa þrír leikmenn Arsenal verið sendir út af fyrir olnbogaskot undanfarið ár. Svo undan hverju eru þeir að kvarta?”
“Ég hef ekki heyrt í einum einasta manni frá Arsenal spyrja um líðan Ole Gunnar Solskjær. Leikmaðurinn hefði getað verið nefbrotinn og það eina sem þeir hugsa um er bjarga eigin manni úr snörunni.”
“Af hverju hafa þeir ekki snúið sér að eigin manni og spurt hann ”Hvað varstu að pæla Sol?“
”Það hefur ekki nokkur þeirra talað við hann um hvað hann sé spá í að gefa leikmanni olnbogaskot fyrir framan nefið á línuverðinum.“
”Nú eru þeir að setja pressu á línuvörðinn. En hvað gat hann gert?“
”Mér finnst þetta viðbjóðslegt og fáránlegt. Ég held að Arsenal þurfi að fara í naflaskoðun í stað þess að ásaka leikmann minn um að hafa fiskað þeirra mann út af.“
”Hann hefur fengið olnbogaskot í andlitið og samt er Ole Solskjær gerður að blóraböggli."

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ég trúi því ekki að Wenger og þeir í Arsenal séu í alvörunni að reyna þetta…ef maður skoðar þetta atvik aftur sér maður alveg að Sol er ekkert að reyna að skýla boltanum…eða allavega myndi ég ekki skýla boltanum með því að reka út olnbogann……….
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?